68. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. maí 2019
kl. 10:15
Mættir:
Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 10:15Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 10:15
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 10:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:15
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:15
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 10:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:15
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.
Nefndarritari: Steindór Dan Jensen
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 10:15
Fundargerðir 66. og 67. fundar voru samþykktar.
2) 52. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hlyn Ingason og Elínu Guðjónsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.
3) 765. mál - sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins Kl. 11:10
Samþykkt var að afgreiða 765. og 790. mál til annarrar umræðu með atkvæðum Óla Björns Kárasonar, Brynjars Níelssonar, Bryndísar Haraldsdóttur, Ólafs Þórs Gunnarssonar og Silju Daggar Gunnarsdóttur. Oddný G. Harðardóttir, Smári McCarthy og Þorsteinn Víglundsson greiddu atkvæði gegn afgreiðslunni.
Undir nefndarálit meiri hluta, sameiginlegt um 765. og 790. þingmál, skrifuðu Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Oddný G. Harðardóttir, Smári McCarthy og Þorsteinn Víglundsson boðuðu að skilað yrði minnihlutaálitum.
4) 790. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 11:10
Samþykkt var að afgreiða 765. og 790. mál til annarrar umræðu með atkvæðum Óla Björns Kárasonar, Brynjars Níelssonar, Bryndísar Haraldsdóttur, Ólafs Þórs Gunnarssonar og Silju Daggar Gunnarsdóttur. Oddný G. Harðardóttir, Smári McCarthy og Þorsteinn Víglundsson greiddu atkvæði gegn afgreiðslunni.
Undir nefndarálit meiri hluta, sameiginlegt um 765. og 790. þingmál, skrifuðu Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Oddný G. Harðardóttir, Smári McCarthy og Þorsteinn Víglundsson boðuðu að skilað yrði minnihlutaálitum.
5) 891. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 10:45
Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.
Allir viðstaddir nefndarmenn rituðu undir nefndarálit, þar af Oddný G. Harðardóttir með fyrirvara.
6) 494. mál - rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta Kl. 10:50
Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.
Allir viðstaddir nefndarmenn rituðu undir nefndarálit, þar af Oddný G. Harðardóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Brynjar Níelsson með fyrirvara.
7) 764. mál - dreifing vátrygginga Kl. 11:00
Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.
Allir viðstaddir nefndarmenn rituðu undir nefndarálit.
8) 763. mál - vátryggingarsamningar Kl. 11:05
Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.
Allir viðstaddir nefndarmenn rituðu undir nefndarálit.
9) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 12:00