69. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 24. maí 2019 kl. 13:30


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 13:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 13:30
Albert Guðmundsson (AlbG) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 13:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 13:30

Oddný G. Harðardóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:30
Fundargerð 68. fundar var samþykkt.

2) 52. mál - virðisaukaskattur Kl. 13:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinþór Þorsteinsson og Hörð Davíð Harðarson frá tollstjóra.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/302 frá 28. febrúar 2018 um ráðstafanir gegn óréttmætum landfræðilegum takmörkunum á netumferð og annarri mismunun sem byggist á því hvert ríkisfang neytanda er, hvar hann er búsettur eða hvar hann hefur stað Kl. 13:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristínu Höllu Kristinsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Heimi Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

4) 794. mál - skráning raunverulegra eigenda Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um málið.

5) 796. mál - almenn hegningarlög o.fl. Kl. 14:10
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 14:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:10