51. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. mars 2019 kl. 09:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:12
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:12
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:00

Nefndarritari: Jón Magnússon

Inga Sæland var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Bókað:

1) 442. mál - opinber innkaup Kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir framsögumaður málsins gerði grein fyrir helstu þáttum fyrirliggjandi nefndarálits. Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra nefndarmanna. Inga Sæland var fjarverandi vegna annarra þingstarfa og skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda. Þorsteinn Víglundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur afgreiðslu málsins.

2) 750. mál - fjármálaáætlun 2020--2024 Kl. 09:15
Formaður kynnti dagskrá nefndarinnar í apríl og maí eða fram að þeim tíma að áætlað er að ljúka umfjöllun um fjármálaáætlun. Hann lagði einnig fram drög að bréfi til formanna annarra fastanefnda sem væri undanfari þess að vísa hluta áætlunarinnar til nefnda. Samþykkt var að senda bréfið í dag.

3) Önnur mál Kl. 09:24
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 09:25
Fundargerð 50. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:25