81. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. september 2019 kl. 08:40


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 08:40
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:51
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 08:40
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 08:44
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:01
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:40
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:40
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:40
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:19
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 08:53

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Ársskýrslur ráðherra 2018 Kl. 08:44
Til fundarins komu Ágúst Geir Ágústsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Páll Þórhallsson, Óðinn Helgi Jónsson, Benedikt Árnason, Herdís Sólborg Haraldsdóttir og Ólöf Kristjánsdóttir frá forsætisráðuneytinu.
Kl. 9:51. Sigríður Auður Arnardóttir, Kjartan Ingvarsson, Stefán Guðmundsson, Reynir Jónasson, Jón Geir Pétursson og Helga Barðadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Willum Þór Þórsson vék af fundi kl. 10:40 og tók þá Haraldur Benediktsson við fundarstjórn.
Kl. 10:42. Sturla Sigurjónsson, Nikulás Hannigan, Martin Eyjólfsson, Arnór Sigurjónsson, Jón Erlingur Jónasson og Ingunn Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneytinu.
Kl. 11:32. Guðrún Ögmundsdóttir, Þórdís Steinsdóttir og Ástríður Vilhjálmsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Gestirnir kynntu og fóru yfir ársskýrslur ráðherra vegna ársins 2018 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 12:18
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:19
Fundargerð 80. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:20