83. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. september 2019 kl. 08:56


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 08:56
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:56
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 08:56
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 08:56
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:56
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 08:56
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:56
Páll Magnússon (PállM), kl. 08:56

Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 10:49 og Páll Magnússon kl. 12:04. Björn Leví Gunnarsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Ársskýrslur ráðherra 2018 Kl. 08:57
Til fundarins komu Pétur Fenger, Berglind Bára Sigurjónsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Bryndís Helgadóttir og Hinrika Sandra Ingimundardóttir frá dómsmálaráðuneytinu.
Kl. 10:03. Sigrún Brynja Einarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Erla Sigríður Gestsdóttir, Brynhildur Benediktsdóttir og Ása María H. Guðmundsdóttir
Kl. 11:11. Sigrún Brynja og Erla Sigríður véku af fundinum en í þeirra stað mættu Bryndís Eiríksdóttir, Arnar Freyr Einarsson og Linda Fanney Valgeirsdóttir. Gestirnir kynntu ársskýrslu ráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 12:12
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:13
Fundargerð 82. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:14