11. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 26. október 2020 kl. 09:00


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:00

Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 10:00 og tók Páll Magnússon þá sæti hans. Inga Sæland vék af fundi kl. 11:00 vegna fundar hjá Norðurlandaráði.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2021 Kl. 09:00
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson og Jón Loftur Björnsson, Ingi K. Magnússon og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun.
Kl. 10:00. Bjarni Guðmundsson og Eva Björk Harðardóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi.
Kl. 11:02. Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson frá Þroskahjálp. Rúnar Björn Þorkelsson og Hjörtur Örn Eysteinsson frá NPA miðstöðinni. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Bergþór Heimir Þórðarson og Alma Ýr Ingólfsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands.
Gestirnir kynntu umsagnir samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) 2. mál - fjármálaáætlun 2021--2025 Kl. 09:00
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson og Jón Loftur Björnsson, Ingi K. Magnússon og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun.
Kl. 10:00. Bjarni Guðmundsson og Eva Björk Harðardóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi.
Kl. 11:02. Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson frá Þroskahjálp. Rúnar Björn Þorkelsson og Hjörtur Örn Eysteinsson frá NPA miðstöðinni. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Bergþór Heimir Þórðarson og Alma Ýr Ingólfsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands.
Gestirnir kynntu umsagnir samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

3) Önnur mál Kl. 12:27
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 12:28
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:29