27. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 14. desember 2020 kl. 09:03


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:03
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:03
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:03
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:03
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:03
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:37
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:03
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:03
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:03

Steinunn Þóra Árnadóttir var fjarverandi vegna fundar Norðurlandaráðs.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 337. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um frumvarpið á fundi sínum og fékk síðan til sín gesti.
Kl. 9:38. Til fundarins kom Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá BSRB. Hún kynnti umsögn samtakanna og svaraði spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Kl. 10:00. Ingilín Kristmannsdóttir og Hermann Sæmundsson frá samgönguráðuneytinu. Þau kynntu þá þætti frumvarpsins sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 10:44
Rætt var um skipulag á þeirri vinnu sem framundan er. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:54
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:55