30. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 16. desember 2020 kl. 08:31


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 08:31
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:31
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 08:31
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 08:31
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 08:31
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:31
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:31
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:31
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:31

Páll Magnússon var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 337. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 08:31
Til fundarins kom Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu og kynnti umsókn samtakanna. Þá svaraði hann spurningum nefndarmanna.
Kl. 9:00. Helga Jónsdóttir, Elín Guðjónsdóttir, Óttar Snædal Þorsteinsson, Margrét Þórólfsdóttir, Benedikt Axel Ágústsson, Hilda Hrund Cortez. Hlynur Hreinsson, Ásgeir Runólfsson, Marta Birna Baldursdóttir, Þröstur Freyr Gylfason Sigurður H. Helgason, Hrafn Hlynsson, Björn Þór Hermannsson, Jón Viðar Pálmason, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Dóróthea Jóhannsdóttir, Kristinn Bjarnason, Elín Guðjónsdóttir, Óttar Snædal Þorsteinsson, Margrét Þórólfsdóttir og Benedikt Axel Ágústsson. Lagt var fram bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra dags. 16. desember 2020 þar sem hann fer þess á leit við fjárlaganefnd Alþingis að við 2. umræðu fimmta frumvarps til fjáraukalaga ársins 2020 verði gerðar þær breytingar á fjárheimildum málefnasviða og málaflokka í A-hluta ríkissjóðs sem fram koma í yfirlitum sem fylgdu bréfinu. Þá svöruðu gestirnir spurningum frá nefndarmönnum.

2) 1. mál - fjárlög 2021 Kl. 09:00
Kl. 9:00. Helga Jónsdóttir, Elín Guðjónsdóttir, Óttar Snædal Þorsteinsson, Margrét Þórólfsdóttir, Benedikt Axel Ágústsson, Hilda Hrund Cortez. Hlynur Hreinsson, Ásgeir Runólfsson, Marta Birna Baldursdóttir, Þröstur Freyr Gylfason Sigurður H. Helgason, Hrafn Hlynsson, Björn Þór Hermannsson, Jón Viðar Pálmason, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Dóróthea Jóhannsdóttir, Kristinn Bjarnason, Elín Guðjónsdóttir, Óttar Snædal Þorsteinsson, Margrét Þórólfsdóttir og Benedikt Axel Ágústsson. Lagt var fram bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra dags. 16. desember 2020 þar sem hann fer þess á leit við fjárlaganefnd Alþingis að við 3. umræðu frumvarps til fjárlaga ársins 2021 verði gerðar þær breytingar á tekjuáætlun og fjárheimildum A-hluta ríkissjóðs sem fram koma í yfirlitum sem fylgdu bréfinu. Þá svöruðu gestirnir spurningum frá nefndarmönnum.

3) Önnur mál Kl. 10:08
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:09
Fundrgerð 28. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:10