40. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 15. febrúar 2021 kl. 09:30


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru á ríkisfjármál - COVID-skýrsla nr. 3 Kl. 09:30
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Jóhannes Jónsson,Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, Jón Loftur Björnsson, Ingi K. Magnússon og Guðmundur Helgason frá Ríkisendurskoðun. Þau kynntu COVID skýrslu stofnunarinnar nr. 3 sem fjallar um áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru á ríkisfjármál. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 10:39
Rætt var um þau verkefni sem framundan eru. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:47
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:48