41. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 16. febrúar 2021 kl. 09:04


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:04
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:04
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:04
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:04
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 09:04
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:04
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:04

Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 10:00. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Stefna við vinnslu fjármálaáætlunar og fjárlaga Kl. 09:03
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Jón Viðar Pálmason, Katrín Guðmundsdóttir og Þröstur Freyr Gylfason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu tímaáætlanir og verkferla við fjárlaga- og áætlanagerð ársins 2021 og gerð fjármálaáætlunar 2022-2026. Síðan svöruðu þau spurningum nefndarmanna um þau mál.

2) Opinberar framkvæmdir 2020 - 2025 Kl. 10:03
Til fundarins komu Guðrún Ingvarsdóttir, Þröstur Söring og Örn Baldursson frá Framkvæmdasýslu ríkisins. Þau kynntu ferli opinberra framkvæmda, skilamöt, verkefni í framkvæmd, áætluð framkvæmdaútboð 2021 og umbótatækifæri í opinberum framkvæmdum. Einnig svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:56
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:57
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:58