73. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 8. júní 2021 kl. 09:34


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:34
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:34
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:34
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:34
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:34
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:34
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:34
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:34
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:34

Inga Sæland boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 818. mál - fjáraukalög 2021 Kl. 09:34
Meiri hluti nefndarinnar afgreiddi málið og leggur fram nefndarálit. Hann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Páll Magnússon.
Minni hlutinn sat hjá við afgreiðslu málsins. Hann skipa Björn Leví Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Oddný G. Harðardóttir og Inga Sæland sem leggja fram sitt hvort nefndarálit minni hluta og breytingatillögur. Inga Sæland var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið í samræmi við 2. mgr. 29. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991.

2) 538. mál - nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni Kl. 10:08
Nefndin afgreiddi málið samhljóða á fundi sínum og leggur fram sameiginlegt nefndarálit. Oddný G. Harðardóttir og Birgir Þórarinsson rita undir það með fyrirvara.

3) 143. mál - opinber fjármál Kl. 10:12
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 10:19
Rætt var um svör sem borist hafa við fyrirspurn nefndarinnar um greiðslu dagpeninga vegna ferðalaga erlendis. Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 10:20
Fundargerð 72. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:21