14. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 20. desember 2021 kl. 09:21


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:21
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:21
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:21
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:21
Eyjólfur Ármannsson (EÁ), kl. 09:21
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:21
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) fyrir (GE), kl. 17:00
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:21
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:21
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:21

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2022 Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið á fundi sínum til kl. 9:36. Þá var gert hlé á fundinum til kl. 17:00. Þá komu til fundarins Sigurður Hannesson,Ingólfur Bender og Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá Samtökum iðnaðarins. Þau kynntu umsögn samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Gestirnir viku af fundi kl. 17:49.
Meiri hluti nefndarinnar stendur að afgreiðslu frumvarpsins með nefndaráliti til 2. umræðu. Hann skipa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Haraldur Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Stefán Vagn Stefánsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen. Minni hlutinn, en hann skipa Björn Leví Gunnarsson, Kristrún Frostadóttir og Eyjólfur Ármannsson mun standa að sameiginlegum breytingatillögum. Auk þess mun Eyjólfur leggja fram breytingatillögur. Þá mun hver minni hluti fyrir sig leggja fram nefndarálit minni hluta.

2) Önnur mál Kl. 18:13
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 18:14
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 18:15