53. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. maí 2022 kl. 09:03


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:03
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:03
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:03
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:03
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:03
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:03
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 10:18

Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 9:48. Stefán Vagn Stefánsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 513. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027 Kl. 09:03
Til fundarins komu Sigurður Hannesson og Ingólfur Bender frá Samtökum iðnaðarins.
Kl. 10:03. Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Gestirnir kynntu umsagnir samtaka sinna og svöruðu spurningum frá nefndarmönnum um efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 11:00
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir stuttu minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu um tiltekin atriði í rekstri hjúkrunarheimila og nýtingu á Framkvæmdasjóði aldraðra. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:01
Fundargerð 52. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:03