4. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 23. september 2022 kl. 08:32


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 08:32
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 11:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:32
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 08:48
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:07
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 08:32
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 08:32

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Þórarinn Ingi Pétursson og Eyjólfur Ármannsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjárlög 2023 Kl. 08:32
Til fundarins kom Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Með henni komu Margrét Hallgrímsdóttir, Auður B. Árnadóttir og Ólöf Kristjánsdóttir frá forsætisráðuneytinu.
Kl. 9:18. Erna Blöndal og Hafþór Einarsson frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Kl. 11:09. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Með henni komu Guðrún Gísladóttis og Kári Gautason matvælaráðuneytinu.
Fundarhlé frá 12:18 til 12:29.
Kl. 13:00. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Með honum komu Pétur Fenger og Sveinn Magnússon frá dómsmálaráðuneytinu.
Kl. 14:32: Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Með honum komu Unnar Örn Unnarsson, Jóhanna Lind Elíasdóttir, Inga Birna Einarsdóttir og Svanhvít Jakobsdóttir frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Kl. 15:37.Gísli Þór Magnússon, Sara Ögmundsdóttir og Ófeigur Ragnarsson frá utanríkisráðuneytinu.
Gestirnir kynntu þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytis þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess.

2) Önnur mál Kl. 16:15
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:18
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:19