5. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. september 2022 kl. 09:08


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:08
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:09
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:08
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:08
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:08
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:08
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:08

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Inga Sæland var fjarverandi vegna veikinda. Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 11:30 til að fara á fund hjá Þingvallanefnd.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 09:08
Til fundarins komu Helga Jónsdóttir, Hrafn Hlynsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Þórdís Gestsdóttir og Guðrún Birna Finnsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Kl. 10:18. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Með honum komu Runólfur Birgir Leifsson og Dagný Leifsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Gestirnir kynntu þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytis þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess.

2) Önnur mál Kl. 11:55
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, m.a. um málefni Þjóðarhallarinnar og innleiðingu á farsældarfrumvarpinu. Einnig var samþykkt að óska upplýsinga frá matvælaráðuneytinu um fyrirkomulag og útreikning veiðileyfagjalda og frá dómsmálaráðuneytinu um kirkjujarða samkomulagið. Þá var samþykkt heimild til handa riturum nefndarinnar að senda fyrirspurnir nefndarinnar og beiðni um minnisblöð til viðtakenda jafn óðum og þær eru samþykktar af nefndinni. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:59
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:00