6. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 30. september 2022 kl. 09:05


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:23
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:05
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:05

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Eyjólfur Ármannsson og Þórarinn Ingi Pétursson voru fjarverandi. Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 11:45 og kom til baka kl. 14:32. Hann vék síðan af fundi kl. 16:09.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 09:05
Til fundarins komu Ingilín Kristmannsdóttir, Hólmfríður Bjarnadóttir og Ólafur Hjörleifsson frá innviðaráðuneytinu.
Kl. 10:25. Ásdís Halla Bragadóttir, Ari Sigurðsson, Sigríður Valgeirsdóttir, Ásgeir Runólfsson og Þórarinn Sólmundarson frá háskóla,- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu.
Kl. 11:47. Stefán Guðmundsson, Magnús Örn Agnesar Sigurðsson, Halla Sigrún Sigurðardóttir, Erla Sigríður Gestsdóttir, Reynir Jónsson, Þórunn Þórðardóttir og Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytinu.
Kl. 13:30. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Jón Sigurgeirsson og Guðrún Gunnarsdóttir frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Guðrún tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Kl. 14:45. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Með honum komu Erna Kristín Blöndal, Hafþór Einarsson, Sóley Ragnarsdóttir og Arnar Haraldsson frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Gestirnir kynntu þann hluta frumvarpsins sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytis þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess.
Samþykkt var samkvæmt 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblöðum frá ráðuneytunum þar sem gerð væri nánari grein fyrir málum sem kynnt voru á fundinum.

2) Önnur mál Kl. 16:10
Samþykkt var heimild handa formanni til að senda mál sem vísað hefur verið til nefndarinnar í umsagnarferli enda þótt þau hafi ekki verið tekin á dagskrá. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:11
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:09