7. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. október 2022 kl. 09:30


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:30
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:30
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:30

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Stefán Vagn Stefánsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 09:30
Til fundarins komu Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Einnig mættu Stefán Guðmundsson, Halla Sigurðardóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Ráðherra svaraði spurningum um þann hluta frumvarpsins sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytisins. Þessi hluti fundarins fór fram með fjarfundabúnaði.
Kl. 10:30 Berglind Kristinsdóttir frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Hún kynnti umsögn Sambandsins og svaraði spurningum um efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 10:55
Rætt var um fyrirkomulag næstu funda. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:58
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:59