25. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 28. nóvember 2022 kl. 09:33


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:33
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:33
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:33
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:33
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:33
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:33
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:33
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:33

Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 11:47.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 409. mál - fjáraukalög 2022 Kl. 09:33
Haraldur Benediktsson framsögumaður málsins fór yfir drög að nefndaráliti meiri hlutans og breytingatillögur. Ákveðið var að afgreiða málið á fundi nefndarinnar síðar í dag.

2) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 13:55
Til fundarins komu Tómas Brynjólfsson, Björn Þór Hermannsson, Marta Guðrún Skúladóttir, Hrafn Hlynsson, Óttar Snædal Þorsteinsson, Jón Viðar Pálmason, Hlynur Hreinsson, Kristinn Bjarnason og Sólrún Halldóra Þrastardóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Lagt var fram bréf ráðuneytisins dags. 28. nóvember 2022 þar sem fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, fer þess á leit við fjárlaganefnd Alþingis að við 2. umræðu um frumvarpið verði gerðar breytingar á tekjuáætlun ríkissjóðs, fjárheimildum A1-hluta ríkissjóðs og 6. gr. frumvarpsins sem fram koma í yfirlitum sem fylgja bréfinu. Einnig var lagt fram minnisblað dags. 28. nóvember 2022 um tillögur að breytingum við 2. umr. frumvarps til fjárlaga árið 2023. Gestirnir kynntu tillögurnar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

3) Önnur mál Kl. 12:14
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 12:15


Fundi slitið kl. 12:16