31. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. desember 2022 kl. 12:40


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 12:40
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 12:40
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 12:40
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 12:40
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 12:40
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 12:40
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 12:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:40
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 12:40
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 12:40

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 12:40
Til fundarins komu Helga Jónsdóttir, Jón Viðar Pálmason, Björn Þór Hermannsson, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Kristinn Bjarnason, Sólrún Þrastardóttir og Guðmundur Axel Hansen frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Lagt var fram bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra dags. 13. desember 2022 þar sem hann fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, fer þess á leit við fjárlaganefnd Alþingis að við 3. umræðu frumvarps til fjárlaga ársins 2023 verði gerðar þær breytingar á tekjuáætlun ríkissjóðs, fjárheimildum A1-hluta ríkissjóðs og 5. og 6. gr. fjárlaga sem fram koma í yfirlitum sem fylgja bréfinu. Auk yfirlitanna var lagt fram minnisblað dags. 13. desember 2022 þar sem kynnt er tillaga um að breyta flokkun eignasafns Ríkiseigna úr A1-hluta í A2-hluta fjárlaga. Gestirnir kynntu efni bréfsins og minnisblaðsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Ákveðið var að óska eftir minnisblaði um útfærslu á tillögum um barnabætur sem fram koma í breytingatillögunum og minnisblaði þar sem gerð er ítarlegri grein fyrir breytingatillögum á 6. gr. fjárlagafrumvarpsins. Einnig var ákveðið að óska eftir stuttu minnisblaði um fyrirhugaðar millifærslur fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs af fjárlagaliðum menningar- og viðskiptaráðuneytis.

2) Önnur mál Kl. 14:05
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 14:06
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 14:07