21. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 18. nóvember 2022 kl. 09:07


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:07
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:18
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:07
Arnar Þór Jónsson (AÞJ), kl. 09:18
Björgvin Jóhannesson (BJóh), kl. 09:07
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:07
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:07
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:07
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:07

Kristrún Frostadóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 409. mál - fjáraukalög 2022 Kl. 09:07
Til fundarins komu Ingi K. Magnússon og Jón Loftur Björnsson frá Ríkisendurskoðun. Þeir kynntu umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmannna úr efni hennar.
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðherra um hvaða skilyrði 26. gr. laga nr. 123/2015 eru uppfyllt í hverju tilviki fyrir sig þar sem leitað er fjárheimildar sem og upplýsinga um millifærslur sem fram koma í frumvarpinu.

2) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 09:54
Til fundarins komu Marinó Melsteð, Bergþór Sigurðsson, Gunnar Snorri Guðmundsson og Hjalti Óskarsson frá Hagstofu Íslands. Þeir kynntu hagspá stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Rætt var um hugsanlega gestakomu ráðherra vegna fyrirhugaðrar sölu hlutafjár í Íslandsbanka hf. samkvæmt fjárlagafrumvarpi.

3) Önnur mál Kl. 11:19
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:20
Fundargerðir 13., 15. og 20. fundar voru samþykktar.

Fundi slitið kl. 11:21