40. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. janúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:09
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:09
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:09
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:09
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:10
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:09

Vigdís Hauksdóttir og Oddný G. Harðardóttir voru fjarverandi vegna fundar hjá Vestnorrnæna ráðinu í Færeyjum. Valgerður Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna fundar Norðurlandaráðs. Helgi Hrafn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi vegna fundar í velferðarnefnd.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Breyting á lögum um markaðar tekjur Kl. 09:09
Rætt var um breytingu á lögum um markaðar tekjur.

2) Framkvæmd fjárlaga janúar-júní 2013 Kl. 09:31
Lögð voru fram drög að nefndaráliti um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga janúar-júní 2013. Nefndarálitið var afgreitt úr nefndinni með lítils háttar breytingum með samþykki allra nema Kristjáns Möllers þar sem hann hefur sem varamaður ekki tekið þátt í umfjöllun um málið.

3) Endurskoðun ríkisreiknings 2011 Kl. 09:52
Umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2011 var vísað til vinnuhóps fjárlaganefndar.

4) Endurskoðun ríkisreiknings 2012 Kl. 16:09
Umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2012 var vísað til vinnuhóps fjárlaganefndar.

5) Önnur mál Kl. 10:01
Fleira var ekki rætt.

6) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 10:02
Afgreiðslu fundargerða var frestað.

Fundi slitið kl. 10:03