16. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 09:02


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:02
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:02
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:26
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:02
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:02
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:03
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:02

Vigdís Hauksdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir voru fjarverandi vegna Norðurlandaþings. Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2015 Kl. 09:02
Samband Íslenskra Sveitarfélaga: Halldór Halldórsson, Karl Björnsson og Gunnlaugur Júlíusson.
Rætt var um fjárlagafrumvarp 2015.

2) Endurskoðun ríkisreiknings 2012 Kl. 10:36
Ákveðið var að vinnuhópur fjárlaganefndar myndi fara yfir drög að áliti nefndarinnar um skýrslur Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreikninga 2011 og 2012 í næstu viku.

3) Önnur mál Kl. 10:37
Rætt var um vinnuna framundan og hvaða gestir verða boðaðir til fundar við nefndina og lögð fram drög að vinnuáætlun. Fleira var ekki gert.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 10:40
Frestað.

Fundi slitið kl. 10:50