37. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. mars 2017 kl. 09:28


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:28
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 10:27
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:28
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:28
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson (HKF), kl. 09:28
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:28

Jón Steindór Valdimarsson vék af fundi kl. 9:30. Oddný G. Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Páll Magnússon var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2017 Kl. 09:28
Til fundarins komu Hermann Sæmundsson, Pétur Fenger og Ingilín Kristmannsdóttir frá innanríkisráðuneytinu. Þau lögðu fram og fóru yfir kynningarefni um veikleikamati í rekstri stofnana ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna um það efni.
Um kl. 10:15 kom Guðrún Gísladóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til fundarins. Hún lagði einnig fram kynningarefni um veikleikamat í rekstri stofnana ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna um það efni.

2) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:54
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:56