19. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 09:09


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:09
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:09
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:09
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:09
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:09
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:09
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:09
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:09

Náll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Birgir Þórarinsson var fjarverandi. Ágúst Ólafur Ágústsson vék af fundi kl. 10:32.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 2. mál - fjármálastefna 2018--2022 Kl. 09:09
Til fundarins komu Jóhann Rúnar Björgvinsson, Elín Guðjónsdóttir, Anna Borgþórsdóttir Olsen, Álfrún Tryggvadóttir, Björn Þór Hermannsson og Sigurður Páll Ólafsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir lögðu fram skrifleg svör við spurningum sem nefndin hafði sent þeim og var farið yfir þau. Þar sem ekki tókst að ljúka yfirferð yfir svörin var ákveðið að halda annan fund um sama mál síðar.
Kl. 10:41. Til fundarins komu Konráð Guðjónsson og Leifur Hreggviðsson frá Viðskiptaráði. Farið var yfir umsögn ráðsins um fjármálastefnuna og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:08
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:09