29. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. mars 2018 kl. 09:34


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:34
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:34
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:34
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:34
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:34
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:34
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:34
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:34

Njáll Trausti Friðbertsson og Ágúst Ólafur Ágústsson voru fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Þorsteinn Víglundsson vék af fundi kl. 10:06.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Skuldastaða og vaxtagjöld ríkissjóðs Kl. 09:34
Til fundarins komu Esther Finnbogadóttir og Högni Haraldsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau fóru yfir skuldastöðu ríkissjóðs, breytingar á henni frá hruni, þróun vaxtakostnaðar ríkissjóðs og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 10:36
Ákveðið var að heimsækja Hollvinasamtök varðskipsins Óðins á fimmtudaginn n.k. Einnig var rætt um svör sem nefndinni hafa borist frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um fjármögnunarkostnað Vaðlaheiðarganga og útgjöld vegna málefna hælisleitenda.

3) Fundargerð Kl. 10:48
Fundargerð 28. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:50