39. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. apríl 2018 kl. 09:34


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:34
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:34
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:34
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:34
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:34
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:34
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:50
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:34
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:38

Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Lífeyrisskuldbindingar 2016 Kl. 09:34
Til fundarins komu Haukur Hafsteinsson og Þorkell Sigurgeirsson frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Esther Finnbogadóttir og Högni Haraldsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Rætt var um lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs og eignir sem fluttar hafa verið úr umsjón Lindarhvols ehf. yfir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en í heimildargrein 7.18 í fjáraukalögum 2017 var veitt heimild til að ganga til samninga við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins um afhendingu á þeim stöðugleikaeignum, sem Lindarhvoll ehf. hefur haft til umsýslu og ekki teljast heppilegar til sölu á almennum markaði, gegn lækkun
á lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs við B-deild sjóðsins.

2) Önnur mál Kl. 10:40
Rætt var um beiðni um upplýsingar vegna ríkisábyrgðar á láni til Vaðlaheiðarganga hf. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:41
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:42