40. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. apríl 2018 kl. 11:08


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 11:08
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 11:08
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 11:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 11:08
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 11:08
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 11:08
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 11:08

Haraldur Benediktsson var fjarverandi vegna veikinda. Ágúst Ólafur Ágústsson og Páll Magnússon voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 11:08
Til fundarins komu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, Ólafur Teitur Guðnason, Sigrún Brynja Einarsdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þau fóru yfir þau málefni sem eru á ábyrgðarsviði ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og svöruðu spurningum um þau mál. Þessi fundur var sameiginlegur með atvinnuveganefnd Alþingis.

2) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:07
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:09