3. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 21. september 2018 kl. 08:35


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 08:35
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:35
Arna Lára Jónsdóttir (ArnaJ) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 08:35
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 08:35
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:35
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 08:55
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:35
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 08:35

Ólafur Gunnarsson vék af fundi kl. 13:00 en í hans stað kom Andrés Ingi Jónsson. Andrés Ingi Jónsson vék af fundi kl. 14:03 og kom Ólafur Gunnarsson í hans stað.
Birgir Þórarinsson kom til fundarins að loknu hádegisverðarhléi kl. 13:22 og vék síðan af fundi kl. 14:45. Ólafur Ísleifsson kom til fundarins að loknu hádegisverðarhléi kl. 13:26, vék af fundinum kl. 13:31 og kom til baka kl. 13:52.
Arna Lára Jónsdóttir vék af fundi kl. 16:00.
Björn Leví Gunnarsson vék af fundi kl. 16:01.
Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna annarra starfa á vegum Alþingis. Páll Magnússon var fjarverandi.

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 08:44
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Margrét Björk Svavarsdóttir og Dóróthea Jóhannsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau fóru yfir markmið í ríkisfjármálunum.
Kl. 9:30. Maríanna Jónasdóttir, Hlynur Hafsteinsson, Elín Guðjónsdóttir, Íris Hanna Atladóttir og Linda Garðarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau fóru yfir tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins.
Kl. 11:13. Björn Þór Hermannsson, Hlynur Hreinsson, Magnús Óskar Hafsteinsson og Katrín Anna Guðmundsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau fjölluðu um gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins.
Kl. 13:09 Álfrún Tryggvadóttir og Þröstur Freyr Gylfason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og fjölluðu um árangurstengda fjárlagagerð.
Kl. 14:00. Ester Finnbogadóttir, Sigurður Helgi Helgason og Högni Haraldsson. Fjallað var um lánsfjármál ríkissjóðs, efnahag, endurbætur og viðhald og lífeyrisskuldbindingar.
Kl. 15:00. Einar Birkir Einarsson og Kjartan Baldursson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Farið var yfir umbætur í ríkisrekstrinum.
Kl. 15:36. Hafsteinn Hafsteinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hafsteinn fór yfir 6. grein fjárlaga.
Gestirnir lögðu fram kynningarefni sem þeir fóru yfir og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 16:30
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:31
Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:32