14. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 31. október 2018 kl. 09:07


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:07
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:20
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:16
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:07
Karl Gauti Hjaltason (KGH) fyrir Ólaf Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:07
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:07
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:11
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:07
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:07

Björn Leví Gunnarsson var fjarverandi vegna jarðarfarar.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 09:07
Til fundarins komu Anna María Pétursdóttir og Ragnar Þór Pétursson frá Kennarasambandi Íslands.
Kl. 10:03. Ellert B. Schram, Guðrún Árnadóttir, Finnur Birgisson og Gísli Jafetsson frá Félagi eldri borgara.
Kl. 10:43. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Heiðmar Guðmundsson og Sveinn Friðrik Sveinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kl. 11:27. Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Gestirnir kynntu umsagnir sínar um frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.
Kl. 12:18-15:10. Hlé.
Kl. 15:10. Friðrik Þór Friðriksson og Böðvar Bjarki Pétursson frá Kvikmyndaskóla Íslands. Rætt var um fjárhagsvanda skólans og framtíðaráform í rekstri hans.
Kl. 15:51. Ásta Magnúsdóttir, Auður B. Árnadóttir, Steinunn Halldórsdóttir, Hafþór Eide Hafþórsson og Jón Pétur Zimsen frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Rætt var um fjárhagsmálefni Kvikmyndaskóla Íslands, framtíðaráform í rekstri hans og stefnu ráðuneytisins í kvikmyndakennslu.

2) Önnur mál Kl. 16:37
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:38
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:39