20. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. nóvember 2018 kl. 18:05


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 18:05
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 18:05
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 18:05
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 18:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 18:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 18:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 18:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 18:05
Páll Magnússon (PállM), kl. 18:05
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 18:05

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 18:05
Frumvarp til fjárlaga var afgreitt til 2. umræðu með nefndaráliti meiri hluta nefndarinnar. Hann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Páll Magnússon og Njáll Trausti Friðbertsson. Minni hlutinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Hann skipa Björn Leví Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Ólafur Ísleifsson og Ágúst Ólafur Ágústsson. Hver og einn minni hluti mun skila sínu nefndaráliti.

Björn Leví Gunnarsson lætur bóka að fjárlög séu stærsta mál þingsins, þingmenn eigi að fá tvo daga til að skrifa nefndarálit en fái ekki þann tíma.

2) Önnur mál Kl. 18:35
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 18:36
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 18:37