33. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. janúar 2019 kl. 13:06


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:06
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:06
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:06
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:11
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:06
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (JVG) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 13:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:06
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 13:15

Inga Sæland og Páll Magnússon voru fjarverandi. Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 14:54.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Ársskýrslur ráðherra 2017 Kl. 13:06
Til fundarins komu Sturla Sigurjónsson, Gísli Magnússon og Ingunn S. Þórarinsdóttir frá utanríkisráðuneytinu.
Kl. 14:00. Ragnhildur Arnljótsdóttir, Ágúst Geir Ágústsson, Óðinn Helgi Jónsson, Heiður M. Björnsdóttir og Sif Guðjónsdóttir frá forsætisráðuneytinu.
Gestirnir kynntu ársskýrslur ráðherra fyrir árið 2017 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Endurmat örorkubóta Kl. 15:09
Formaður kynnti efni bréfs sem sent hefur verið velferðarráðuneytinu þar sem óskað er nánari skýringa á forsendum og útreikningum vegna málsins. Þá var samþykkt að rætt yrði við formenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og velferðarnefndar um málið.

3) Úttekt á málefnum Íslandspósts Kl. 15:30
Samþykkt var samhljóða að fylgja eftir umleitan formanns um að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluendurskoðun á tilteknum þáttum í starfsemi Íslandspósts ohf.

4) Önnur mál Kl. 16:00
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 16:02
Fundargerð 32. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:04