35. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. janúar 2019 kl. 13:03


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:03
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:03
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:03
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:03
Inga Sæland (IngS), kl. 13:03
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (JVG) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 13:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:03
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:13
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 13:03

Birgir Þórarinsson var fjarverandi vegna veikinda. Haraldur Benediktsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir viku af fundi kl. 14:43.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Ársskýrslur ráðherra 2017 Kl. 13:03
Til fundarins komu Inga Birna Einarsdóttir Sigríður Jónsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir frá félagsmálaráðuneytinu.
Kl. 14:05. Ólafur Darri Andrason, Dagný Brynjólfsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Ásthildur Knútsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu.
Gestirnir fóru yfir ársskýrslu ráðherra vegna rekstrarársins 2017 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 15:04
Rætt var um fyrirhugaða fjármögnun samgönguframkvæmda og þær reglur sem gilda í því sambandi. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 15:20
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:22