43. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. mars 2019 kl. 09:30


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:35
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Inga Sæland (IngS), kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:45
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:30

Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 442. mál - opinber innkaup Kl. 09:30
Til fundarins kom Halldór Grönvold frá ASÍ. Hann fór yfir umsögn sambandsins og svaraði spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Kl. 10:08. Hrannar Már Gunnarsson og Dagný Aradóttir Pind frá BSRB. Þau fóru yfir umsögn bandalagsins og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) 414. mál - staðfesting ríkisreiknings 2017 Kl. 10:25
Lögð voru fram drög að nefndaráliti og rætt um framhald á vinnslu málsins.

3) Önnur mál Kl. 09:34
Ákveðið var að Haraldur Benediktsson yrði framsögumaður 414. máls, sem er staðfesting ríkisreiknings 2017 og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir 442. máls sem er frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016 (markviss innkaup, keðjuábyrgð o.fl.). Formaður tilkynnti að fulltrúar fjárlaganefndar Baskahéraðs á Spáni myndu kynna sér kynjaða fjárlagagerð hjá fjárlaganefnd 21. mars nk. Auk þess var rætt um stöðu mála sem nefndin hefur til úrvinnslu. Lagður var fram listi yfir minnisblöð sem ráðuneytin hafa í vinnslu fyrir nefndina. Þá var lögð fram breytt vinnuáætlun fyrir fundi í mars. Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:57
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:58