46. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. mars 2019 kl. 13:03


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:03
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:03
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:03
Inga Sæland (IngS), kl. 13:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:03
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:03
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 13:08
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 13:03

Einar Kárason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2019 Kl. 13:03
Til fundarins komu Pétur Fenger og Sveinn Magnússon frá dómsmálaráðuneytinu. Þeir fóru yfir áhættumat, framkvæmd fjárlaga 2019 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Endurmat útgjalda Kl. 14:17
Til fundarins komu Álfrún Tryggvadóttir og Steingrímur Ari Arason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu aðferðafræði endurmats útgjalda og svöruðu spurningum um efni hennar.

3) Úttekt á málefnum Íslandspósts Kl. 15:22
Til fundarins kom Jón Gunnar Vilhelmsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hann lagði fram minnisblað um málefni Íslandspósts ohf. dagsett 12. mars 2019 og svaraði spurningum nefndarmanna um málefni fyrirtækisins.

4) Önnur mál Kl. 16:09
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 16:10
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:11