58. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 29. apríl 2019 kl. 09:33


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:33
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:33
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:33
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:33
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:33
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:33
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:33
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:44
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:33

Inga Sæland var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 750. mál - fjármálaáætlun 2020--2024 Kl. 09:33
Til fundarins komu Númi Sveinsson, Jónas Már Torfason, Elísabet Brynjarsdóttir og Alexandra Ýr van Erven frá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Þau fóru yfir umsögn ráðsins og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 10:05
Ákveðið var að senda mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem og Vegagerðinni beiðni um minnisblöð. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:09
Fundargerð 57 fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:10