59. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. maí 2019 kl. 09:30


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Inga Sæland (IngS), kl. 09:34
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:51
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Birgi Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:30

Þorsteinn Sæmundsson vék af fundi kl. 10:37 og Inga Sæland kl. 9:50. Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 750. mál - fjármálaáætlun 2020--2024 Kl. 09:30
Til fundarins komu Karl Björnsson, Sigurður Snævar og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þeir fóru yfir umsögn sambandsins og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 10:50
Formaður tilkynnti að nefndinni hefði borist bréf frá formanni þingflokks Samfylkingarinnar þar sem lagt væri til að Ágúst Ólafur Ágústsson segði sig frá starfi 2. varaformanns fjárlaganefndar. Gerð var tillaga um að Inga Sæland tæki við starfinu og var það samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra en Þorsteinn Sæmundsson sat hjá við afgreiðslu málsins. Lagt var fram yfirlit yfir fyrirspurnir sem ráðuneytin eru með í vinnslu fyrir nefndina. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:53
Fundargerð 58. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:54