77. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. júní 2019 kl. 20:24


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 20:24
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 20:24
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 20:24
Jarþrúður Ásmundsdóttir (JarÁ) fyrir Þorstein Víglundsson (ÞorstV), kl. 20:24
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 20:24
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 20:24
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 20:24
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 20:24
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 20:24
Páll Magnússon (PállM), kl. 20:24

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 953. mál - breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022 Kl. 20:25
Lagt var fram nefndarálit meiri hluta fjárlaganefndar. Þingsályktunin var afgreidd öðru sinni til annarrar umræðu vegna breytinga sem gerðar hafa verið frá fyrri afgreiðslu. Fyrirvari er um smávægilegar textabreytingar sem samstaða er um. Að áliti meiri hluta fjárlaganefndar standa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Páll Magnússon, Njáll Trausti Friðbertsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem ritar undir nefndarálit og stendur að breytingatillögum sbr. 4 mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþings. Afstaða hennar var staðfest á fundinum með símtali. Ólafur Gunnarsson vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð. Minni hlutinn sat hjá við afgreiðslu málsins en fjórir minni hlutar skila hver um sig sér nefndaráliti. Að þeim standa Björn Leví Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Inga Sæland og Ágúst Ólafur Ágústsson.

2) Önnur mál Kl. 21:00
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 21:01
Fundargerð 76. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 21:02