79. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. júní 2019 kl. 09:40


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:40
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:40
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:40
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:40
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:40
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:40
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:40

Ágúst Ólafur Ágústsson og Njáll Trausti Friðbertsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. Kl. 09:40
Haldinn var sameignlegur fundur fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. Gestir fundarins voru:
Skúli Eggert Þórðarson, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Guðmundur B. Helgason og Jón Loftur Björnsson frá Ríkisendurskoðun. Bjarni Jónsson, Auður Björk Guðmundsdóttir, Eiríkur Haukur Hauksson, Jónína Björk Óskarsdóttir og Thomas Möller stjórnarmenn Íslandspósts ohf. Jón Gunnar Vilhelmsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Guðbjörg Sigurðardóttir og Unnur Elfa Hallsteinsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Ríkisendurskoðandi kynnti skýrsluna ásamt starfsfólki sínu en fjárlaganefnd óskaði þann 15. janúar eftir því að ríkisendurskoðandi gerði úttekt á tilteknum fjárhagslegum þáttum í starfsemi Íslandspósts ohf. Stjórn Íslandspósts ohf. og fulltrúar ráðuneytanna gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum um efni skýrslunnar og svöruðu spurningum frá þingmönnum sem sátu fundinn.

2) Önnur mál Kl. 12:13
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:14
Fundargerð 78. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:15