1. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. september 2019 kl. 09:32


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:32
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:32
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:32
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:32
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:32
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:32
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:32
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:41

Páll Magnússon var fjarverandi. Inga Sæland var fjarverandi vegna veikinda. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:00 vegna fundar þingflokksformanna og kom til baka kl. 10:40. Willum Þór Þórsson vék af fundi kl. 10:44 vegna fundar hjá forsætisnefnd og tók Haraldur Benediktsson þá við fundarstjórn. Willum kom til baka kl. 11:20.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2020 Kl. 09:33
Til fundarins komu Tómas Brynjólfsson og Sigurður Páll Ólafsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir fóru yfir efnahagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Kl. 10:40. Björn Þór Hermannsson, Jón Viðar Pálmason, Dóróthea Jóhannsdóttir og Kristinn Bjarnason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau fóru yfir markmið og horfur í ríkisfjármálum og svöruðu spurningum nefndarmanna

2) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:27
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 11:28