5. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. september 2019 kl. 08:33


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 08:33
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:40
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 08:33
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 08:33
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 08:41
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:33
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:33
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 08:33

Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis og Páll Magnússon var fjarverandi. Ágúst Ólafur Ágústsson vék af fundi kl. 11:01. Inga Sæland vék af fundi kl. 8:40 og kom til baka kl. 9:48.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2020 Kl. 08:33
Til fundarins kom Daníel Arnarsson frá Samtökunum 78. Hann kynnti starfsemi þeirra, svaraði spurningum nefndarmanna og óskaði eftir hækkun á fjárframlagi á samningi sem gerður hefur verið ríkið.
Kl. 9:20. Ragnhildur Hjaltadóttir, Ingilín Kristmannsdóttir, Arnheiður Ingjaldsdóttir og Árni Freyr Stefánsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Gestirnir kynntu þau málefnasvið sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytisins í frumvarpi til fjárlaga og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Ársskýrslur ráðherra 2018 Kl. 10:01
Ragnhildur Hjaltadóttir, Ingilín Kristmannsdóttir, Arnheiður Ingjaldsdóttir og Árni Freyr Stefánsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Gestirnir kynntu ársskýrslu ráðherra fyrir árið 2018 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

3) 1. mál - fjárlög 2020 Kl. 10:29
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigríður Auður Arnardóttir, Orri Páll Jóhannsson og Björgvin Valdimarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Gestirnir kynntu þann hluta frumvarpsins sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess.

4) Önnur mál Kl. 11:14
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 11:15
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:16