6. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 09:06


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:06
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:06
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:06
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:06
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:06
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:06
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:06
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:06

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2020 Kl. 09:06
Til fundarins komu Árni Múli Jónasson og Friðrik Sigurðsson frá Landssamtökunum Þroskahjálp.
Kl. 10:02. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Hrannar Már Gunnarsson frá BSRB. Gestirnir kynntu umsögn samtaka sinna og svöruðu spurningum um efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 10:50
Samþykkt var af öllum viðstöddum nefndarmönnum að stofna vinnuhóp sem mun fara yfir viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1988. Vinnuhópinn skipa Haraldur Benediktsson, Björn Leví Gunnarsson og Birgir Þórarinsson og mun hann leggja fram minnisblað um niðurstöður sínar. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:00
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:03