26. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. nóvember 2019 kl. 10:10


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 10:10
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 10:10
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 10:10
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 10:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:10
Páll Magnússon (PállM), kl. 10:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 10:10

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2020 Kl. 10:10
Lagt var fram nefndarálit meiri hluta nefndarinnar ásamt breytingartillögum. Frumvarp til fjárlaga var afgreitt af meiri hluta fjárlaganefndar til þriðju umræðu með atkvæðum Willums Þórs Þórssonar, Haraldar Benediktssonar, Steinunnar Þóru Árnadóttur, Páls Magnússonar og Náls Trausta Friðbertssonar. Minni hluti nefndarinnar sat hjá við afgreiðsluna. Þrír minni hlutar munu leggja fram nefndarálit, en þá skipa Björn Leví Gunnarsson, Birgir Þórarinsson og Ágúst Ólafur Ágústsson.

2) Önnur mál Kl. 10:31
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:32
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:33