29. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 13:26


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:26
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 13:26
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:26
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:26
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:26
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:55
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:26
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 13:26

Haraldur Benediktsson og Inga Sæland voru fjarverandi. Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 13:45 og kom til baka kl. 14:45 og Ágúst Ólafur Ágústsson vék af fundi kl. 14:26.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 364. mál - fjáraukalög 2019 Kl. 13:26
Til fundarins komu Hlynur Hreinsson og Sólrún Þrastardóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Lagt var fram bréf ráðuneytisins dagsett 5. desember 209 þar sem þess er farið á leit við fjárlaganefnd Alþingis að við 2. umræðu frumvarps til fjáraukalaga ársins 2019 verði gerðar þær breytingar á fjárheimildum málefnasviða og málaflokka í A-hluta ríkissjóðs sem fram komi í meðfylgjandi yfirlitum. Viðkomandi yfirlit voru einnig lögð fram. Gestirnir kynntu efni bréfsins og tillagnanna og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna um þau mál.

2) Frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings 2018 Kl. 14:13
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson og Ingi K. Magnússon frá Ríkisendurskoðun. Þeir kynntu umsögn stofnunarinnar um frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

3) Endurskoðun ríkisreiknings 2018 Kl. 14:45
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson og Ingi K. Magnússon frá Ríkisendurskoðun. Þeir fóru yfir skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings 2018 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar. Fjárlaganefnd mun fara nánar yfir efni skýrslunnar og Ríkisendurskoðun veita ýtarlegri upplýsingar eftir því sem þörf er á.

4) Önnur mál Kl. 15:26
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 15:27
Fundargerð 28. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:29