35. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl. 09:40


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:40
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:40
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:40
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:40
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:40
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:40
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:40
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:40

Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 9:50 vegna annarra þingstarfa. Páll Magnússon vék af fundi kl. 10:35 vegna annarra þingstarfa. Inga Sæland var fjarverandi vegna læknisvitjunar. Steinunn Þóra Árnadóttir var fjarverandi vegna veikinda barns.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fylgirit með fjárlögum 2020 Kl. 09:40
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Hlynur Hreinsson, Jón Viðar Pálmason og Þröstur Freyr Gylfason. Lagt var fram minnisblað fjármála- og efnahagsráðherra um uppfærslu á fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2020. Einnig var lögð fram útfærsla á breytingum á fjárheimildum málefnasviða og málaflokka við aðra og þriðju umræðu frumvarps til fjárlaga 2020 niður á stofnanir og verkefni. Gestirnir fóru yfir fylgiritið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess.

2) Fjármálaáætlanir almennt Kl. 10:40
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Hlynur Hreinsson, Jón Viðar Pálmason og Þröstur Freyr Gylfason. Farið var yfir verk- og tímaáætlun fjárlagagerðar og áætlanagerða á árinu 2020 og vinnslu fjármálaáætlunar 2021-2025. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um þessi mál.

3) Önnur mál Kl. 11:20
Rætt var um þá vinnu sem framundan er hjá nefndinni. Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:43
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:45