37. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. janúar 2020 kl. 09:10


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:10
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:10
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:26
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:11
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 10:00

Páll Magnússon vék af fundi kl. 11:12. Inga Sæland og Haraldur Benediktsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Árangursmiðuð fjárlagagerð Kl. 09:10
Nefndaritari kynnti árangursmiðaða fjárlagagerð samkvæmt gögnum frá OECD.

2) Stjórnunarupplýsingar úr fjárlögum og bókhaldi Kl. 09:34
Til fundarins komu Gísli Þ. Magnússon og Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Helgi Gunnarsson frá KPMG. Þau kynntu svokallað mælaborð utanríkisráðuneytisins og hvernig stjórnendaupplýsinga er aflað með aðstoð þess kerfis. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna.
Kl. 10:47. Stefán Kjærnested og Ingþór K. Eiríksson frá Fjársýslu ríkisins. Þeir kynntu þá möguleika sem fyrir hendi eru til að vinna stjórnunarupplýsingar úr fjárlögum og bókhaldi ríkisins. Einnig kynntu þeir væntanlega þróun þessara mála. Einnig svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

3) Ýmsar fyrirspurnir Kl. 11:20
Lagt var fram vinnuskjal sem sýnir stöðu fyrirspurna nefndarinnar gagnvart ráðuneytunum. Verður farið yfir það síðar.

4) Önnur mál Kl. 11:22
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 11:23
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:24