43. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. febrúar 2020 kl. 09:36


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:36
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:36
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:36
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:36
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:36
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:36
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:46

Steinunn Þóra Árnadóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa hjá Alþingi. Haraldur Benediktsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2020 Kl. 09:36
Til fundarins komu Viðar Helgason, Kjartan D. Baldursson og Kristinn Hjörtur Jónasson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir lögðu fram minnisblað ráðuneytisins dags. 17. febrúar 2020 um áhættumat vegna framkvæmdar fjárlaga 2020 ásamt viðauka 1 og viðauka 2. Þeir fóru síðan yfir áhættumatið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess.

2) 145. mál - opinber fjármál Kl. 10:57
Ákveðið var að Björn Leví Gunnarsson yrði framsögumaður í máli nr. 145, opinber fjármál, framlagning fjármálaáætlunar, sem vísað hefur verið til fjárlaganefndar. Umsagnarlisti verður sendur út á næstunni og verður umsagnarfrestur þrjár vikur.

3) Önnur mál Kl. 10:59
Rætt var um fyrirkomulag á heimsókn nefndarinnar til Nýja Landspítalans ohf. miðvikudaginn 26. febrúar nk. Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:01
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:02