75. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, miðvikudaginn 13. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) 735. mál - heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu Kl. 09:00
Til fundarins komu Jón Gunnar Vilhelmsson og Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess.
Ákveðið var að Haraldur Benediktsson yrði framsögumaður málsins og að umsagnafrestur yrði til 22. maí nk.

2) Önnur mál Kl. 09:47
Rætt var um um opinber fjármál og sérstaklega hlutverk fjármálaráðs á óvissutímum sem þessum. Nefndin mun huga að því að leggja fram þingsályktunartillögu eða frumvarp til laga með það að markmiði að endurskoða tilteknar greinar laga um opinber fjármál, einkum þær er varða hlutverk fjármálráðs. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:02
Fundargerð 74. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:03