80. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Njáll Trausti Friðbertsson og Björn Leví Gunnarsson viku af fundi kl. 9:44. Þá kom Jón Þór Ólafsson til fundarins í stað Björns.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) 842. mál - opinber fjármál Kl. 09:00
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Jón Viðar Pálmason, Þröstur Freyr Gylfason, Hlynur Hreinsson, Marta Birna Karlsdóttir, Dóróthea Jóhannsdóttir, Kristinn Bjarnason og Sólrún Halldóra Þrastardóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum um efni þess.

2) 841. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 09:45
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Jón Viðar Pálmason, Þröstur Freyr Gylfason og Hlynur Hreinsson, Marta Birna Karlsdóttir, Dóróthea Jóhannsdóttir, Kristinn Bjarnason, Sólrún Halldóra Þrastardóttir og Tómas Brynjólfsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess. Jafnframt voru birtar og kynntar sviðsmyndir um væntanlega afkomu og skuldastöðu ríkissjóðs á þessu ári og næstu árum.

3) Önnur mál Kl. 11:27
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:28
Fundargerð 79. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:29