82. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. júní 2020 kl. 09:04


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:04
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:04
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:04
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:04
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:04
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:25
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:04

Páll Magnússon vék af fundi kl. 10:15 og kom til baka kl. 10:47. Birgir Þórarinsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Allir gestir tengdust fundinum í gegn um fjarfundabúnað. Njáll Trausti Friðbertsson tók einnig þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Bókað:

1) 841. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 09:04
Til fundarins komu Gissur Pétursson, Svanhvít Jakobsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir frá félagsmálaráðuneytinu.
Kl. 10:00. Guðrún Gísladóttir og Sigríður Valgeirsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir kynntu þau atriði í frumvarpinu sem eru á málefnasviðum ráðuneyta þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 735. mál - heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu Kl. 10:51
Nefndin ræddi málið og væntanlega afgreiðslu þess.

3) Önnur mál Kl. 11:02
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:03
Fundargerð 81. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:04