88. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 19. júní 2020 kl. 09:04


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:04
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:04
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:04
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:04
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:04
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:04
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:04

Páll Magnússon var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Inga Sæland og Birgir Þórarinsson tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði sem og gestir frá ráðuneytunum.

Bókað:

1) 841. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 09:13
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Hlynur Hreinsson, Sólrún Halldóra Þrastardóttir, Katrín Anna Guðmundsdóttir og Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Lagt var fram bréf ráðuneytisins dagsett 19. júní 2020 þar sem fjármála- og efnahagsráðherra fer þess á leit við fjárlaganefnd Alþingis að við 2. umræðu frumvarps til fjáraukalaga ársins 2020 sem lagt var fram á Alþingi þann 26. maí sl. verði gerð tiltekin breyting. Gestirnir kynntu efni bréfsins og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess.
Kl. 9:50. Ingilín Kristmannsdóttir og Hermann Sæmundsson frá samgönguráðuneytinu. Þau kynntu fyrirhugaða styrki til þeirra sveitarfélaga sem verst hafa orðið úti vegna samdráttar í ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins.
Kl. 10.18. Sigrún Brynja Einarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Magnús Óskar Hafsteinsson og Daði Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þau kynntu fyrirhugaða stofnun sérstaks sjóðs, Ferðaábyrgðarsjóðs, sem ætlað er að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi skipuleggjenda eða smásala ferðapakka og þannig tryggja hagsmuni neytenda.
Kl. 11:04. Gunnar Þorgeirsson frá Bændasamtökunum fór yfir vandamál minkabænda.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. Kl. 12:00
Nefndin ákvað að fresta umfjöllun um málið.

3) Önnur mál Kl. 12:01
Fjallað var um þá vinnu sem framundan er.

4) Fundargerð Kl. 12:09
Fundargerð 87. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:10